Hex-IT er rótgróið tæknifyrirtæki með mikla reynslu í tæknilausnum, þjónustu og ráðgjöf. Hex-IT hefur verið samferða tækninni frá því að fyrstu PC tölvurnar komu til íslands. Fyrir tíma internetsins og farsímanna. Hex-IT er með hýsingu sem sérhæfir sig í vistun á Open Source hugbúnaði, PLC stýringum, MQTT hýsingu, Zabbix eftirlitskerfi, Uptime Kuma. Frigate með AI Corel myndgreiningum. Zerotier og Headscale hýsingu. Við sérhæfum okkur í bestun á gömlum DOS/Linux hugbúnaði sem keyrir í hýsingu á x86 emulators. Viðskiptavinir okkar nota Open Source hugbúnað þar sem þau keyra forrit, gagnagrunna og vefþjónustur á Proxmox/Debain CephFs í H/A. Einnig beina með pfSense/OPNsense í H/A, VPN tunnels og Zerotier P2P tengingar á milli fyrirtækja með dreifða starfsemi.
Hex-IT hugsar hlutina öðruvísi, Hex-IT sérhæfir sig í notkun á Open Source hugbúnaði. Hugbúnaði eins og Linux, OPNsense, pfSense, Frigate, Zabbix, Nagios, Prometheus, Zerotier, Headscale, Docker, LXC, Proxmox, Grafana, Postfix, Nginx, Samba, TrueNAS, urBackup og fleirri lausnir sem hægt er að keyra og nota án endurgjalds. Open Source hugbúnaður kemur ekki staðinn fyrir proprietary hugbúnað en það er hægt að spara mikla peninga með að nota hann rétt og á réttum stöðum.
Þekkir þú slagarana? Rekstur upplýsingatækni, öryggislausnir, vöktun 24/7, tölvudeildin þín, afritun í skýið, Microsoft skýjalausnir o.fl. Flest tölvufyrirtæki á Íslandi eru að selja það sama – forrit sem skila miklum tekjum til stóru tölvufyrirtækjanna eins og Microsoft, Amazon, Google, Cisco o.fl. Tæknifyrirtækin á Íslandi selja oft fyrirtækjum lausnir sem eru allt of dýrar, og jafnvel fást sambærilegar eða betri lausnir án kostnaðar ef betur er skoðað. Tæknimenn og sérfræðingar hafa ekki fyrir því að rukka tugi þúsunda á tímann til að innleiða lausnir sem kosta minna eða ekkert. Þeir selja þér lausnina, láta þig borga mánaðarlega fyrir hana og rukka þig svo fyrir að fylgjast með því hvort þjónustan virki. Hafðu óháðan ráðgjafa með þér í liði þegar sölumaður stóru tölvufyrirtækjanna er að selja þér lausnir sem þú þarft ekki. Fáðu ráðgjöf.
Gervigreindarfræðin er stórkostleg fræði sem við getum öll nýtt okkur. Notaðu hana til að gera þig og þinn vinnustað betri, skilvirkari og umfram allt veita betri þjónustu. Þú getur keyrt þitt eigið gervigreinda módel í þínu fyrirtæki. Þú þarft ekki að borga til að nota gervigreindina fyrir þig á þínum stað með þínum gögnum. Þú þarft ekki að gefa aðgang að þínum gögnum til annara til að vinna með þau. Með Ollama / LM studio, OpenWebUI, 8n8 og python scriptum getur þú gert stórkostlega hluti. Þú getur náð í flest öll módel og keyrt þau á staðnum. Eða tengt þig við módel með API og borgað þá bara fyrir tokens í stað þess að borga háar upphæðir mánaðalega. Tökum dæmi af fyrirtæki sem er að selja varahluti. Starfsmaðurinn þarf að flétta í mörgum pdf skjölum, fara á margar síður á vefnum til að finna partanúmer eða myndir til að aðstoða viðskiptavin. Þú getur notað RAG (Retrieval-Augmented Generation) til spyrja þín skjöl, gagnagrunna og/eða vefsíður. Tökum dæmi af spurningu sem þú getur spurt þegar þú hefur „RAGað“ skjölunum inn hjá varahlutaversluninni. Starfmaður spyr á íslensku: Getur þú sýnt mér mynd af hægir öxli að framan á Honda CRV árgerð 2004, gefðu mér partanúmer og hvað ég á mikið á lager af þessu. Einnig væri gott að fá staðsetningu á hlutnum. Annað dæmi: Hvað seldi ég mikið af þessum öxli í síðasta mánuði? Tökum dæmi af lögfræðistofu sem er með þúsundir skjala á sameign. Þú tengir módelið við og spyrð: Hvað eru mörg mál sem ég hef unnið fyrir hann Jón Jónsson, settu skjölin þar sem hann kemur á nafn í röð og leyfðu mér að skoða þau? Annað dæmi: Finndu góðan kaupsamning og afsal fyrir mig í skjölunum á sameigninni, ég er að selja bát úr þrotabúi og vantar tillögu af góðu afsali og kaupsamning. Setu það upp fyrir mig í nýtt skjal og leyfðu mér að lesa yfir.
Starfmaður getur skrifað spurningarnar á sínu móðurmáli. Mörg gervigreinda módel skilja íslensku mjög vel
Er þetta rétt? og virkar þetta? Já, þetta er að virka mjög vel og um leið ógnvekjandi að sjá þetta. Það er nýr kafli að hefjast.
Ertu að borga hundruði þúsunda eða miljónir á mánuði til tölvufyrirtækja, símafyrirtækja og öryggisfyrirtækja? Eru þau áskrifendur af veskinu þínu? Hex-IT sérhæfir sig í að fara yfir illskiljanlega reikninga frá tölvufyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, símafyrirtækjum og öryggisfyrirtækjum. Þitt fyrirtæki getur sparað mikla fjármuni. Mörg fyrirtæki eru að borga fyrir óþarfa þjónustur, þjónustuliði sem eru ekki í notkun, borga fyrir hugbúnað sem er ekki verið að nota, borga fyrir síma- og internetþjónustu sem er ekki í notkun, og borga leigu á búnaði sem hefur verið slökkt á í mörg ár. Fyrirtæki hafa verið að borga af hugbúnaði, símum og internettengingum fyrir starfsmenn sem eru hættir hjá fyrirtækinu, jafnvel fyrir mörgum árum síðan. Við höfum séð reikninga fyrir þjónustu fyrir starfsmann sem var löngu látinn. Við höfum séð fyrirtæki borga fyrir afritun á gögnum í mörg ár sem aldrei hefur verið afrituð. Við höfum séð fyrirtæki borga fyrir vírusvarnir og öryggistól á uppsprengdu verði sem virka jafnvel verr en hugbúnaður sem er frír.
Hex-IT is an established technology company in Iceland, with extensive experience in technical solutions, services, and consulting. They specialize in utilizing open-source software such as Linux, OPNsense, pfSense, Zabbix, Nagios, Prometheus, Zerotier, Docker, Proxmox, and more to provide cost-effective and efficient IT infrastructure, hosting, and network solutions. Hex-IT offers consulting to optimize IT operations, security, and cloud services, emphasizing independent advice to help clients avoid overpriced proprietary solutions. They also focus on utilizing artificial intelligence and machine learning technologies, enabling businesses to run AI models locally and securely on their own data, enhancing productivity and service quality. Additionally, Hex-IT helps companies identify cost savings by auditing and reducing unnecessary expenses related to IT services and subscriptions. Overall, they are dedicated to delivering innovative, open-source-based IT solutions and expert guidance tailored to each client’s needs.